Íslendingasögur á netinu

Á Íslendingasögur.net er hægt að nálgast íslendingasögurnar ásamt ýmiskonar ítarefni. Þar er að finna orðskýringar, landakort, myndir og ýmislegt fleira sem tengist þessum merkilegu sögum okkar. Tilgangurinn er að bæta skilning lesenda á sögunum, staðháttum og fleiru á auðveldan hátt og opna á skemmtilegar tengingar inn í hina ýmsu kima internetsins. Með því að nota vefsíðuviðmót er auðvelt að samþætta betur lestur og ítarefni og auka þannig á upplifun lesandans. Síðan er hönnuð með það í huga að hún virki vel í spjaldtölvum og símum.

Fyrir hverja?

Vonandi hafa sem flestir gagn og gaman af þessari síðu. Hún ætti að gagnast nemendum jafnt sem almenningi

Aukaefni

Orðskýringar, landakort, myndir og fleira sem tengist sögunum er aðgengilegt lesendanum fyrir tilstuðlan notenda síðunnar. Áhugasamir geta bætt inn upplýsingum við sögur og þar með hjálpað til við að gera síðuna betri. Hægt er að sækja um aðgang hér.

Athugasemdir

Allar ábendingar og athugasemdir varðandi síðuna eru vel þegnar, vinsamlegast sendið þær á info@islendingasogur.net.

Höfundur síðunnar

Þórarinn Örn Andrésson er höfundur og umsjónarmaður síðunnar. Hugmyndin er að síðan vaxi og dafni með því að áhugasamt hugsjónafólk komi að því að setja inn aukaefni. Það er von okkar að þannig sé hægt að auka áhuga og dýpka þekkingu almennings á þessum merkilega menningararfi okkar.

Nú þegar þú hefur lesið um okkur þá er mjög sniðugt að líka við FB síðuna okkar til að fylgjast með því sem við erum að gera.