Eyrbyggja saga - 6. kafli

Lestrarhraði
(orð á mínútu)
Björn var tvo vetur í Suðureyjum áður hann bjó ferð sína til Íslands. Með honum var í ferð Hallsteinn Þórólfsson. Þeir tóku land í Breiðafirði og nam Björn land út frá Stafá, milli og Hraunsfjarðar, með ráði Þórólfs. Björn bjó í Borgarholti í Bjarnarhöfn. Hann var hið mesta göfugmenni.

Hallsteini Þórólfssyni þótti lítilmannlegt að þiggja land að föður sínum og fór hann vestur yfir Breiðafjörð og nam þar land og bjó á Hallsteinsnesi.

Nokkurum vetrum síðar kom út Auður djúpúðga og var hinn fyrsta vetur með Birni bróður sínum. Síðan nam hún öll Dalalönd í Breiðafirði, í milli Skraumuhlaupsár og Dögurðarár, og bjó í Hvammi. Á þessum tímum byggðist allur Breiðafjörður og þarf hér ekki að segja frá þeirra manna landnámum er eigi koma við þessa sögu.
Leturstærð
Valinn leshraði: 250 orð á mínútu

Eyrbyggja saga - 6. kafli: 127 orð
Tími : 1 mínúta

Eyrbyggja saga: 39.459 orð
Lesin: 1.478 orð
Tími eftir: 152 mínútur
Hér er lýsing á kortinu...