Hrafnkels Saga Freysgoða - 3. kafli

Lestrarhraði
(orð á mínútu)
Bjarni hét maður, er bjó að þeim bæ, er að Laugarhúsum heitir. Það er við Hrafnkelsdal. hann var kvongaður og átti tvo sonu við konu sinni, og hét annar Sámur, en annar Eyvindur, vænir menn og efnilegir. Eyvindur var heima með föður sínum, en Sámur var kvongaður og bjó í norðanverðum dalnum á þeim bæ, er heitir á Leikskálum, og átti hann margt fé. Sámur var uppivöðslumaður mikill og lögkænn, en Eyvindur gerðist farmaður og fór utan til Noregs og var þar um veturinn. Þaðan fór hann og út í lönd og nam staðar í Miklagarði og fékk þar góðar virðingar af Grikkjakonungi og var þar um hríð.

Hrafnkell átti þann grip í eigu sinni, er honum þótti betri en annar. Það var hestur brúnmóálóttur að lit, er hann kallaði Freyfaxa sinn. Hann gaf Frey, vin sínum, þann hest hálfan. Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku, að hann strengdi þess heit, að hann skyldi þeim manni að bana verða, sem honum riði án hans vilja.
Leturstærð
Valinn leshraði: 250 orð á mínútu

Hrafnkels Saga Freysgoða - 3. kafli: 167 orð
Tími : 1 mínúta

Hrafnkels Saga Freysgoða: 9.124 orð
Lesin: 478 orð
Tími eftir: 35 mínútur
Hér er lýsing á kortinu...